U16: Sigur hjá B, jafntefli 2. sætið í lotu 1 í A-riðli

Tvö af liðunum okkar í 3. flokki mættu liðum frá Þrótti miðvikudaginn 1. maí. Fyrstu lotu í A-riðli er lokið, en þriðja liðið frá Þór/KA, sem tekur þátt í keppni B-liða, var að hefja keppni á Íslandsmótinu. 

Sigur í gær og Sandra með tvö

Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildarinnar í gær. Annar sigurinn í röð og tveir sigrar í þremur leikjum í Bestu deildinni. 

Besta deildin: Fyrsti heimaleikurinn í kvöld kl. 18

Þór/KA leikur í kvöld fyrsta heimaleik sinn í Bestu deildinni þetta árið. Andstæðingur dagsins er Þróttur. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.

U16: Þór/KA2 vann lotu 1 í C-riðli

Þór/KA2 vann ÍBV örugglega, 6-0, í lokaleik sínum í C-riðli 3. flokks, lotu 1, vann riðilinn og spilar því í B-riðli í næstu lotu.

Besta deildin: Ferna Söndru, sigur í Firðinum, ferming og ferðagleði

Sandra María Jessen skoraði öll mörkin í fjögurra marka sigri Þórs/KA á FH í 2. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Þór/KA mætir FH á útivelli í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka, og hefst kl. 16:15.

Sumardagurinn fyrsti: Ársfundur, leikmannakynning, árskortasala

Sumardagurinn fyrsti verður fullur af alls konar hjá okkur í Þór/KA. Ársfundur, leikmannakynning, sala og afhending árskorta, teknar niður pantanir á Þór/KA-treyjunum, stuðningsmannabolum og hárböndum. Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hamar, hvort sem það er á annan eða báða viðburðina.

Besta deildin: Tap og vannýtt færi á Hlíðarenda

Þór/KA mætti Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Bestu deildarinnar í gær.

Besta deildin: Fyrsti leikur á sunnudaginn

Keppni í Bestu deildinni hefst á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar sækja Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda.

Bryndís Eiríksdóttir til liðs við Þór/KA

Þór/KA hefur samið við Bryndísi Eiríksdóttur (2005) og knattspyrnudeild Vals um að Bryndís leiki með Þór/KA í sumar á lánssamningi. Bryndís æfði með Þór/KA um liðna helgi og tók þátt í æfingaleik með liðinu gegn Völsungi.