29.08.2025
Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við þýska knattspyrnufélagið 1. FC Köln, sem leikur í Bundesligunni, efstu deild þar í landi, um félagaskipti Söndru Maríu Jessen til þýska liðsins.
27.08.2025
Níu ungar knattspyrnukonur úr okkar röðum hafa verið valdar til æfinga með U17 og U16 landsliðum Íslands, en hóparnir koma saman 8.-10. september á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
22.08.2025
Þrjú stig í pokann í gær. Lokatölur 4-0 í leik okkar gegn FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar.
21.08.2025
Þór/KA tekur á móti FHL í 14. umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer fram í Boganum og verður flautað til leiks kl. 18.
13.08.2025
Margrét Árnadóttir spilaði á þriðudaginn sinn 200. meistaraflokksleik með Þór/KA þegar liðið mætti FH í Kaplakrika í Bestu deildinni. Fyrstu meistaraflokksleikina spilaði hún 2016 og er því á sínu 10. tímabili hjá félaginu. Auk leikjanna 200 fyrir Þór/KA var hún um tíma í bandaríska háskólaboltanum og í efstu deild Ítalíu seinni hluta tímabilsins 2021-22.
13.08.2025
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir spilaði í gær sinn 100. meistaraflokksleik með Þór/KA. Hún á einnig að baki níu leiki með Hömrunum í 2. deild.
13.08.2025
Áhorfendur fengu markaveislu þegar Þór/KA sótti FH heim í Kaplakrika í 13. umferð Bestu deildarinnar í gær. Liðin skoruðu þrjú mörk hvort í fyrri hálfleik, en það var heimaliðið sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í þeim seinni.
12.08.2025
Tólfta umferð Bestu deildar kvenna verður spiluð í dag og næstu daga. Þrír leikir eru í dag, einn á morgun og einn á fimmtudag. Þór/KA á útileik í þessari umferð, mætir FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks kl. 18.
07.08.2025
Nú er loksins komið aftur að heimaleik hjá okkar liði í Bestu deildinni, þeim fyrsta í tæpar sjö vikur. Þór/KA tekur á móti Val í Boganum í dag kl. 18.