Kjarnafæðimótið: Þór/KA2 mætir FHL í dag

Það er nóg að gera hjá yngra liðinu okkar þessa dagana. Eftir að hafa mætt hinu Þór/KA-liðinu á föstudagskvöld er nú komið að öðrum leik helgarinnar hjá Þór/KA2 gegn Austfirðingum í FHL. Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 13.

Innbyrðis leikur okkar liða í Kjarnafæðimótinu

Liðin okkar tvö í Kjarnafæðimótinu, Þór/KA og Þór/KA2, mætast í Boganum í dag kl. 18.

Sandra María íþróttakona Akureyrar 2024

Sandra María Jessen er íþróttakona Akureyrar árið 2024, annað árið í röð.

Bæjarbúum boðið á íþróttahátíð Akureyrar í dag

Í dag verður tilkynnt hvaða íþróttafólk hlýtur sæmdarheitin íþróttakona og -karl Akureyrar árið 2024. Sandra María Jessen er á meðal tíu efstu í kjörinu, en hún var kjörin íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2023.

FRESTAÐ - Kjarnafæðimótið: Þór/KA og FHL mætast í dag

FRESTAÐ - Nú er loksins komið að öðrum leik hjá Þór/KA (liði 1) í Kjarnafæðimótinu, en nú er rúmur mánuður frá fyrsta leiknum. Þór/KA og FHL mætast í Boganum í dag kl. 13.

Naumt tap eftir mark í viðbótartíma

Bandarískur markvörður til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Jessicu Berlin (1999), bandarískan markvörð sem kemur til liðs við félagið frá Galway United á Írlandi þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö tímabil.

Kjarnafæðimótið: Fyrsti leikurinn hjá Þór/KA2 í kvöld

Þór/KA2 mætir liði Tindastóls í sínum fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þetta árið. Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 18.

Sandra María á meðal tíu efstu í kjöri íþróttafólks Akureyrar

Íþróttabandalag Akureyrar hefur tilkynnt hvaða íþróttafólk varð í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2024. Það þarf líklega ekki að koma neinum á óvart að þar á lista er Sandra María Jessen, en hún var einmitt kjörin íþróttakona Akureyrar 2023 og síðan íþróttakona Þórs 2024, þriðja árið í röð, og því áfram í kjöri fyrir íþróttakonu Akureyrar á nýliðnu ári.

Þór/KA semur við Bríeti Fjólu Bjarnadóttur

Stjórn Þórs/KA hefur samið við hina ungu og efnilegu knattspyrnukonu Bríeti Fjólu Bjarnadóttur til næstu tveggja ára.