Úrslitaleikur bikarkeppni 2. flokks í dag

Þór/KA/Völsungur/THK tekur á móti liði Selfoss í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í 2. flokki U20 í dag kl. 17. Leikurinn fer fram á Greifavellinum.

Íslandsmeistarar B-liða annað árið í röð

Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.

Besta deildin: Slæm útreið í Kópavoginum

Þór/KA fékk slæma útreið þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag í 3. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.

Besta deildin: Þór/KA sækir Breiðablik heim í dag

Þór/KA leikur sinn þriðja leik í efri hluta Bestu deildarinnar í dag þegar liðið mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst kl. 14.

3. flokkur: Þór/KA mætir FH/ÍH í úrslitaleik Íslandsmóts B-liða

Þór/KA á núna fjórða árið í röð lið í úrslitaleik Íslandsmóts B-liða í 3. flokki. Að þessu sinni mætir okkar lið Hafnfirðingum í FH/ÍH og fer leikurinn fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði sunnudaginn 22. september og hefst kl. 11.

Íslandsmeistarar í 2. flokki U20 annað árið í röð

Stelpurnar okkar í 2. flokki U20, þar sem liðið heitir Þór/KA/Völsungur/THK tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn þó liðið eigi enn eftir einn leik í A-deildinni.

Besta deildin: Naumt tap fyrir Íslandsmeisturunum

Eitt mark skildi liðin að þegar Þór/KA tók á móti Val á Greifavellinum í kvöld í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. 

Besta deildin: Frítt á leik Þórs/KA og Vals í boði Bílaleigu Akureyrar

Keppni í efri hluta Bestu deildarinnar hefst að nýju á morgun eftir hlé sem gert var á deildinni á meðan Valur og Breiðablik spiluðu í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þór/KA tekur einmitt á móti Val á Greifavellinum á morgun, föstudaginn 13. september kl. 17:15. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.

Besta deildin: Bílaleiga Akureyrar býður á leik Þórs/KA og Vals

Þór/KA og Valur mætast í 2. umferð í efri hluta Bestu deildarinnar föstudaginn 13. september kl. 17:15 á Greifavellinum. Frítt er á leikinn í boði Bílaleigu Akureyrar.

Lara og Lidija á leið til Abu Dhabi

Tvær af erlendu knattspyrnukonunum sem hafa leikið með Þór/KA á þessu ári, Lara Ivanuša og Lidija Kuliš, eru á förum frá félaginu. Þær hafa samið við félag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Abu Dhabi Country Club. Báðar komu þær til Þórs/KA frá félagi í Króatíu í febrúar og spiluðu sína fyrstu leiki fyrir félagið í A-deild Lengjubikarsins í byrjun mars.