Besta deildin: Jafntefli í lokaleiknum

Jafntefli varð niðurstaðan í lokaleik liðsins í Bestu deildinni þegar Þór/KA tók á móti Fram í Boganum á fimmtudagskvöld. Liðið endar því tímabilið í 7. sæti deildarinnar.

Besta deildin: Lokaleikurinn í Boganum í dag

Þór/KA tekur í dag á móti Fram í síðasta leik sínum í Bestu deildinni á þessu tímabili. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18. Frítt er á leikinn.

Besta deildin: Sigur á FHL í næstsíðasta leik

Þór/KA vann annan sigur sinn í röð þegar haldið var austur á Reyðarfjörð í gær í síðasta útileik tímabilsins. Lokatölur urðu 3-2 og komu kornungar knattspyrnukonur þar meðal annars við sögu.

Besta deildin: Þór/KA sækir FHL heim í dag - BREYTTUR LEIKTÍMI

Þór/KA spilar síðasta útileik sinn á þessu tímabili í dag þegar liðið heldur austur á Reyðarfjörð og mætir FHL í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 16:30. Leiktíma hefur verið breytt frá upphaflegri tímasetningu..

Besta deildin: Þór/KA tryggði sætið í efstu deild

Með 3-0 sigri á Tindastóli í Boganum í gær tryggði liðið okkar sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Besta deildin: Mikilvægur leikur í Boganum - mætum og styðjum stelpurnar

Í kvöld er komið að fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni eftir tvískiptingu. Við byrjum á heimaleik gegn Tindastóli, flautað til leiks kl. 19:15 í Boganum. Frítt verður á leikinn, hamborgarar í Hamri og í sjoppunni fyrir leik, andlitsmálning og ýmislegt fleira. 

Þýskaland: Sandra María skoraði tvö í sigri og var maður leiksins

Sandra María Jessen skoraði í kvöld bæði mörk 1. FC Köln þegar liðið vann 2-1 útisigur á SGS Essen í 4. umferð þýsku Bundesligunnar.

Ákall til stuðningsfólks fótbolta!

Á fimmtudaginn er stórleikur í Boganum hjá okkur í Þór/KA.

Besta deildin: Heimsókn á Kópavogsvöll í dag

Þór/KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll í dag kl. 14 í 18. umferð Bestu deildarinnar, síðustu umferð fyrir tvískiptingu deildarinnar.

Besta deildin: Frítt á leik í boði JYSK og Bílaleigu Akureyrar

Frítt verður á leik Þórs/KA og Þróttar í 17. umferð Bestu deildarinnar sem fram fer í Boganum á föstudag og hefst kl. 18. Það eru JYSK og Bílaleiga Akureyrar sem bjóða á leikinn.