10.01.2025
Verðlaunahátíð KA fer fram á sunnudag þar sem íþróttafólk ársins hjá félaginu er krýnt ásamt því að tilkynnt er um aðra verðlaunahafa.
06.01.2025
Sandra María Jessen heldur áfram að sanka að sér verðlaunum og var fyrr í dag útnefnd íþróttakona Þórs í verðlaunahófi félagsins í Hamri.
05.01.2025
Þrjár ungar knattspyrnukonur úr Þór/KA verða í landsliðsverkefnum á næstunni, annars vegar á æfingum með U16 og á æfingamóti með U17-landsliðinu. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir hefur verið valin til að fara með U17 landsliðinu á æfingamót í Portúgal í lok mánaðar. Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar til æfinga með U16 landsliði Íslands.
04.01.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Evu Rut Ásþórsdóttur (2001) fyrir keppnistímabilið 2025.
01.01.2025
Þór/KA óskar velunnurum, samstarfsfyrirtækjum, stuðningsfólki, starfsfólki, sjálfboðaliðum, leikmönnum, keppinautum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til félagsins á nýliðnu ári.
21.12.2024
Stjórn Þórs/KA hefur samið við tvær af reyndustu knattspyrnukonum félagsins, Hörpu Jóhannsdóttur og Huldu Björg Hannesdóttur, til næstu tveggja ára.
15.12.2024
Þór/KA vann Tindastól 1-0 í fyrsta leik liðanna í kvennadeild Kjarnafæðismóstins 2025. Amalía Árnadóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.
14.12.2024
Þór/KA og Tindastóll mætast í fyrsta leik kvennadeildar Kjarnafæðismótsins 2025 í Boganum á morgun, sunnudaginn 15. desember kl. 13.
07.12.2024
Íþróttabandalag Akureyrar heldur upp á 80 ára afmæli bandalagsins með hátíð í Boganum í dag, en afmælisdagurinn sjálfur er 20. desember. Í tilefni af afmælinu tökum við örstutta upprifjun á sögu knattspyrnunnar hjá konum Akureyrar.
05.12.2024
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er í dag. Meðal þess sem er í boði í dag er að ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Þar verður haldið stutt málþing kl. 15 í dag. Í dag er einnig síðasti dagur til að senda inn tilnefningar fyrir viðurkenninguna Íþróttaeldhugi ársins 2024.