Besta deildin: Jafntefli í lokaleiknum

Jafntefli varð niðurstaðan í lokaleik liðsins í Bestu deildinni þegar Þór/KA tók á móti Fram í Boganum á fimmtudagskvöld. Liðið endar því tímabilið í 7. sæti deildarinnar.

Fram komst yfir með marki á 35. mínútu, en aðeins örstuttu áður hafði Þór/KA fengið dauðafæri. Karen María Sigurgeirsdóttir jafnaði leikinn með glæsilegu marki langt fyrir utan vítateig þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum. Litlu munaði að við næðum inn sigurmarki á lokasekúndunum þegar Ellie Moreno átti fyrirgjöf fyrir markið og þrjár úr okkar liði, Emelía Ósk Krüger, Ísey Ragnarsdóttir og Henríetta Ágústsdóttir, áttu marktilraunir, varnarmenn og markvörður Fram komust fyrir skotin. 

Þór/KA - Fram 1-1 (0-1)

Þór/KA endar í 7. sæti deildarinnar, efsta sæti neðri hlutans eftir tvískiptingu deildarinnar, með 28 stig úr 21 leik. Liðið vann níu leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði 11 leikjum. 

Tölur og fróðleikur