Karfan er tóm.
Öll þrjú liðin okkar í 3. flokki spiluðu heimaleik um helgina. Lotu 1 í A-riðli er lokið. Þór/KA/KF/Dalvík vann lotuna með fullu húsi, 21 stigi úr sjö leikjum. Þór/KA2 átti erfiðara uppdráttar og spilar í B-riðli í lotu 2.
Bæði liðin okkar í A-riðlinum mættu liði FH/ÍH um helgina, fyrst A1 í gær og svo A2 í dag. A1 vann sinn leik, en A2 tapaði. B-liðið tók á móti HK og vann sinn þriðja leik í vor, af fjórum sem liðið hefur spilað.
Lið A1 vann alla sjö leiki sína í lotu 1 og fékk aðeins á sig eitt mark, en skoraði 29 mörk. Karen Hulda Hrafnsdóttir og Sigyn Elmarsdóttir skoruðu báðar fimm mörk, Júlía Karen Magnúsdóttir fjögur, Embla Mist Steingrímsdóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir þrjú hvor, Aníta Ingvarsdóttir og Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem tvö hvor og þær Diljá Blöndal Sigurðardóttir, Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir, Manda María Jóhannsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir og Þóra Margrét Guðmundsdóttir eitt hver.
Alls komu 25 leikmenn við sögu í leikjum A1-liðsins.
Eins og áður hefur komið framm vann A2-liðið lotu 3 í B-riðlinum í fyrrahaust og fluttist því upp í A-riðilinn. Það var strembið verkefni enda leikirnir allir á móti liði 1 frá öðrum félögum. Fór svo að liðið náði ekki í stig í þeim sjö leikjum sem það spilaði. Arna Lind Jóhannsdóttir skoraði tvö mörk fyrir liðið og þær Dagmar Huld Pálsdóttir og Sigyn Elmarsdóttir eitt hvor.
KR og Þór/KA/KF/Dalvík-2 færast niður í B-riðil. Stjarnan/Álftanes og Víkingur koma úr B-riðlinum upp í A-riðilinn. Valur/KH og Afturelding koma úr C-riðlinum upp í B.
Í A-riðli í lotu 2: Þór/KA/KF/Dalvík, Þróttur/KÞ, ÍA/Snæfellsnes, Breiðablik/Augnablik/Smári, FH/ÍH, HK, Stjarnan/Álftanes og Víkingur.
Í B-riðli í lotu 2: Þór/KA/KF/Dalvík-2, KR, Breiðablik/Augnablik/Smári-2, Selfoss, RKVN, ÍBV, Valur/KH og Afturelding.
Íslandsmót B-liða er ekki lotuskipt heldur eru tveir riðlar og síðan spiluð úrslitakeppni. Þór/KA/KF/Dalvík er í A-riðli og hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum, er í efsta sæti A-riðils með níu stig.