Karfan er tóm.
Þór/KA mætir liði FHL í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag kl. 18 í 5. umferð Bestu deildarinnar.
Þessi lið hafa aldrei áður mæst í efstu deild enda var FHL sem félag stofnað fyrir örfáum árum og er nú á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni. Fyrir leikinn í dag er Þór/KA í 5. sæti deildarinnar með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en FHL hefur ekki tekist að ná í stig ennþá. Þór/KA hefur unnið Víking og Tindastól, en tapað fyrir Val og FH. FHL hefur tapað fyrir Tindastóli, FH, Val og Fram.
Þó Þór/KA og FHL hafi ekki mæst í efstu deild áður hafa lið frá Akureyri, bæði þau félög sem standa að Þór/KA og svo sameiginlegt lið félaganna undir heiti ÍBA mætt liðum af Austurlandi í efstu deild Íslandsmótsins áður. En það er nokkuð síðan það gerðist.
08.05. - Tindastóll - Breiðablik
08.05. - Valur - Þróttur R.
08.05. - FHL - Þór/KA
09.05. - Víkingur - Fram
09.05. - FH - Stjarnan