Þór/KA fór örugglega áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar með 6-0 sigri á liði KR í Boganum í Gær. Sandra María skoraði tvö, Hulda Ósk átti þrjá stoðsendingar.
Það var nokkuð breytt lið frá síðasta leik í deildinni sem hóf leik í Boganum í gær. Fimm sem ýmist voru utan hóps eða varamenn í sigurleiknum gegn FHL á fimmtudag komu inn í byrjunarliðið í gær og lykilleikmenn spiluðu 45-60 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu gert til að dreifa álaginu enda var hér um að ræða þriðja leikinn á átta dögum.
Sigurinn var öruggur eins og áður sagði og strax og fyrsta markið kom hafði Þór/KA lengst af mjög góða stjórn á leiknum. Gestirnir fengu þó sín færi, en Harpa Jóhannsdóttir varði vel og kom í veg fyrir mörk frá gestunum. Þrjú mörk í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni, öruggur sigur og Þór/KA áfram í bikarkeppninni.
Þór/KA - KR 6-0 (3-0)
- 1-0 - Sandra María Jessen (15'). Stoðsending: Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
- 2-0 - Amalía Árnadóttir (28'). Stoðsending: Henríetta Ágústsdóttir.
- 3-0 - Sandra María Jessen (38'). Stoðsending: Margrét Árnadóttir.
- - -
- 4-0 - Margrét Árnadóttir (54'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
- 5-0 - Emelía Ósk Krüger (64'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
- 6-0 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir (87'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
- Leikskýrslan
- Mjólkurbikarinn
- Mörkin (ruv.is)
- Mörkin (lengri klippur)
Tölur og fróðleikur
- 1 - Fyrsta bikarmarkið. Þrjár af þeim sem skoruðu í leiknum voru að skora í fyrsta skipti í bikarkeppninni í meistaraflokki, þær Amalía Árnadóttir, Emelía Ósk Krüger og Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
- 3 - Þrjár stoðsendingar frá stoðsendingadrottningunni. Hulda Ósk Jónsdóttir var á varamannabekk í gær, en spilaði seinni hálfleikinn. Hún átti stoðsendingu í öllum þremur mörkum liðsins í seinni hálfleiknum og má segja að um augnakonfekt hafi verið að ræða í öllum tilvikum.
- 3 - Þrjár mínútur og mark. Emelía Ósk Krüger var einnig á meðal varamanna í leiknum, en kom inn á 61. mínútu (ekki 66. mínútu eins og stendur í leikskýrslunni). Hún hafði verið aðeins í þrjár mínútur inni á vellinum þegar hún skoraði fimmta mark liðsins.
- 15 - Fimmtán ára aldursmunur er á þeirri elstu og þeirri yngstu í meistaraflokki Þórs/KA. Þær skoruðu báðar í gær, Sandra María Jessen (1995) skoraði tvö mörk, annað þeirra eftir sendingu frá Bríeti Fjólu Bjarnadóttur (2010), en Bríet Fjóla skoraði sjötta mark liðsins þegar stutt var eftir.
- 21,5 - Meðalaldur leikmannahópsins, sem taldi 20 leikmenn að þessu sinni, er 21,5 ár. Byrjunarliðið var örlítið eldra, eða 21,6 ára að meðaltali og varamanna 21,33 ár.
- 90 - Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir spilaði sinn 90. leik fyrir Þór/KA, en hún er samtals komin í 99 leiki í meistaraflokki því hún á einnig að baki níu leiki með Hömrunum í upphafi ferilsins.
- 20 - Kolfinna Eik Elínardóttir spilaði sinn 20. leik fyrir Þór/KA og sinn fyrsta bikarleik.