Karfan er tóm.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir Íþróttahátíð Akureyrar í dag, fimmtudaginn 29. janúar. Athöfnin verður í Hofi og hefst kl. 17:30. Þar verður meðal annars lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar 2025. Hátíðin er öllum opin.
Við eigum tvo fulltrúa á lista yfir tíu efstu konur í kjörinu. Þar eru Hulda Björg Hannesdóttir, sem kjörin var íþróttakona Þórs 2025, og Sandra María Jessen sem hampað hefur titlinum Íþróttakona Akureyrar tvö síðustu skipti, árin 2023 og 2024.
Fulltrúar frá Þór/KA hafa fimm sinnum orðið fyrir valinu sem íþróttamaður Akureyrar eða íþróttakona Akureyrar. Til og með árinu 2015 var valinn einn einstaklingur sem íþróttamaður Akureyrar, en frá og með 2016 er valið tvískipt, íþróttakona og íþróttakarl.
Upplýsingar um hátíðina, dagskrá og tíu efstu konur og tíu efstu karla í kjörinu má finna á vef ÍBA - sjá hér.
Hér verður hægt að fylgjast með beinu streymi frá hátíðinni:
