3. flokkur áfram í Bikarkeppni KSÍ

Markaskorarar dagsins í 6-0 sigri gegn Austurlandi.
Markaskorarar dagsins í 6-0 sigri gegn Austurlandi.

 

Þór/KA sigraði Austurland á Fellavelli núna í kvöld í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ í 3. flokki.

Leikurinn fór fram á Fellavelli á Héraði. Þór/KA vann með sex mörkum gegn engu. Emelía Ósk Kruger og Karlotta Björk Andradóttir skoruðu tvö mörk hvor og þær Helga Dís Hafsteinsdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir eitt hvor.

Þór/KA er þar með komið áfram í átta liða úrslit, en ekki ljóst á þessari stundu hverjir andstæðingarnir verða þar.