3. flokkur B með sigur í undanúrslitum

Þór/KA/Hamrarnir, 3. flokkur, að loknum leik gegn liði Víkings í dag. Myndina fengum við frá Sonju B…
Þór/KA/Hamrarnir, 3. flokkur, að loknum leik gegn liði Víkings í dag. Myndina fengum við frá Sonju Björg Sigurðardóttur.

 

Stelpurnar í B-liði 3. flokks í Þór/KA/Hömrunum munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil B-liða. 

Stelpurnar í Þór/KA/Hömrunum mættu liði Víkings á Blönduósvelli síðdegis í dag og sigruðu, 1-0. Það var Bríet Jóhannsdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. 

Þær munu því leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil B-liða, annaðhvort gegn HK eða Val/KH. Sá leikur er á dagskrá föstudaginn 17. september. 

Leikskýrslan á ksi.is.

Sjá úrslitakeppnina á ksi.is.