A-landsliðið: Mikilvægir leikir fram undan

Sandra María Jessen ásamt Ásttu Eir Árnadóttur og Guðrúnu Arnardóttur á landsliðsæfingu núna í vikun…
Sandra María Jessen ásamt Ásttu Eir Árnadóttur og Guðrúnu Arnardóttur á landsliðsæfingu núna í vikunni. Mynd: KSÍ.

Sandra María Jessen er þessa dagana með A-landsliðinu sem á fyrir höndum mikilvæga landsleiki við Austurríki þar sem það getur ráðist á næstu dögum hvort Ísland kemst á EM 2025 eða ekki. Liðin mætast í Austurríki í dag, í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Leikurinn í dag hefst kl. 16, en upphitun hefst í Stofunni á Rúv kl. 15:30.

Í fjögurra liða riðli með Þýskalandi, Austurríki og Póllandi komast tvö efstu liðin beint í lokamót EM á næsta ári. Ísland og Austurríki hafa nú þegar bæði unnið Pólland einu sinni og tapað fyrir Þýskalandi einu sinni. Liðin eru því jöfn með þrjú stig. Að öllu eðlilegu berjast þessi tvö lið um 2. sæti riðilsins og mætast núna með fjögurra daga millibili, fyrst í Austurríki í dag kl. 16 og svo á Laugardalsvellinum þriðjudaginn 4. júní kl. 19:30. Stigin sex sem eru í boði í þessum tveimur leikjum eru því gríðarlega mikilvæg og geta skipt sköpum um það hvor þjóðin fer á EM.

Hér má sjá stöðuna í riðlinum:


Sandra María Jessen, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir á landsliðsæfingu. Mynd: KSÍ.


Það er alltaf fjör á æfingum. Sandra María og Ásta Eir Árnadóttir að upplifa eitthvað fyndið. Mynd: KSÍ.