Angela og Krista valdar í U17 fyrir æfingamót

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 20 leikmenn fyrir þátttöku í æfingamóti á Algarve í febrúar.

Tvær frá Þór/KA eru í þessum 20 leikmanna hópi, en þær hafa báðar verið í verkefnum áður með U17. Þetta eru Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.

Leikið verður í Algarve í Portúgal. Ísland mætir Portúgal 2. febrúar, Slóvakíu 5. febrúar og Finnlandi 7. febrúar.

Nánar í frétt á vef KSÍ

 

.