Arna Kristins með sigurmark fyrir Tindastól

Arna Kristinsdóttir skoraði með neglu í kvöld.
Arna Kristinsdóttir skoraði með neglu í kvöld.

Tindastóll vann Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Arna Kristinsdóttir, sem er í láni frá Þór/KA, skoraði eina mark leiksins.

Þetta var þriðji leikur Örnu með liðinu, en áður höfðu hún og liðsfélagar hennar sigrað HK í bikarnum og Grindavík í deildinni. 

Arna skoraði mark Tindastóls í lok fyrri hálfleiks, „með neglu“ eins og sagði á Instagram-reikningi liðsins. Tindastóll hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjudeildinni, eins og HK og FH.

Hér má sjá ummæli um frammistöðu Örnu og markið í skýrslu leiksins á fotbolti.net - ef smellt er á myndina má lesa um leikinn á fotbolti.net:

Í leikmannahópi Tindastóls í kvöld var einnig Rósa Dís Stefánsdóttir, en hún skipti úr Hömrunum í Tindastól og fékk leikheimild í dag. Rósa Dís stundar háskólanám og spilar fótbolta í Bandaríkjunum og er nýkomin heim í sumarfrí frá skólanum.

Leikskýrslan á vef KSÍ.
Lengjudeildin - staða, úrslit og leikjadagskrá á vef KSÍ.


Rósa Dís Stefánsdóttir - hér í Hamratreyjunni, en nú leikmaður Tindastóls.