Arna Kristinsdóttur lánuð á Krókinn

Arna Kristinsdóttir í leik með Þór/KA gegn Selfossi í Boganum vorið 2021. Mynd: Egill Bjarni Friðjón…
Arna Kristinsdóttir í leik með Þór/KA gegn Selfossi í Boganum vorið 2021. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

Þór/KA, Arna Kristinsdóttir og knattspyrnudeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að Arna verði lánuð til Tindastóls í sumar.

Arna hefur nú þegar fengið leikheimild með Tindastóli og má því gera ráð fyrir að hún verði í leikmannahópnum þegar Sauðkrækingar mæta liði HK í fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar í dag kl. 14.

Arna hefur umtalsverða reynslu í meistaraflokki, hefur spilað 77 leiki, þar af sjö leiki með Þór/KA í efstu deild 2021, en áður hafði hún spilað með Hömrunum í 1. og 2. deild frá 2017.

Arna er sterkur leikmaður og spilar í stöðu miðvarðar, þar sem hún á án efa eftir að nýtast Tindastólsliðinu vel. Þjálfari Tindastóls er hinn góðkunni Halldór Jón Sigurðsson - Donni - þannig að hann þekkir Örnu vel sem leikmann frá því þegar hann starfaði hjá Þór/KA 2017-2019.

Við óskum Örnu velfarnaðar í verkefnum hennar með Tindastólsliðinu.