Besta deildin með nýju sniði að hluta

Besta deildin verður leikin með nýju sniði að hluta í sumar, en eftir hefðbundna tvöfalda umferð liðanna tíu tvískiptist deildin. Sex lið í efri og fjögur í neðri hlutanum.

Besta deildin

Fyrri umferð
1. Stjarnan - Þór/KA  -  26. apríl
2. Þór/KA - Keflavík  -  1. maí
3. ÍBV - Þór/KA  -  7. maí
4. Þór/KA - Breiðablik  -  15. maí
5. Þróttur - Þór/KA  -  22. maí
6. Þór/KA - FH  -  31. maí
7. Valur - Þór/KA  -  6. júní
8.  Þór/KA - Selfoss  -  11. júní
9. Tindastóll - Þór/KA  -  21. júní

Seinni umferð
10. Þór/KA - Stjarnan  -  25. júní
11. Keflavík - Þór/KA  -  4. júlí
12. Þór/KA - ÍBV  -  9. júlí
13. Breiðablik - Þór/KA  -  21. júlí
14. Þór/KA - Þróttur  -  26. júlí
15. FH - Þór/KA  -  2. ágúst
16. Þór/KA - Valur  -  15. ágúst
17. Selfoss - Þór/KA  -  20. ágúst
18. Þór/KA - Tindastóll  -  27. ágúst

Sjá leikjadagskrá liðsins á vef KSÍ. Leikdagar eru birtir með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið.
Mótið, staðan og leikjadagskrá allra liða á vef KSÍ.

Eftir tvískiptingu deildarinnar fer það eftir stöðu liðsins hvort þá bætast við fimm eða þrír leikir. Sex lið fara í efri hlutann og spila innbyrðis, einfalda umferð á tímabilinu frá 1. september til 6. október. Þar bætast við fimm leikir hjá þessum liðum ofan á leikina 18 hinni hefðbundnu deildarkeppni.

Liðin fjögur sem enda í 7.-10. sæti eftir 18 umferðir mætast innbyrðis í einfaldri umferð og hjá þeim bætast því aðeins þrír leikir við. Leikir í neðri hlutanum verða 2., 9. og 16. september.

Mjólkurbikarinn

Keppni í Mjólkurbikarnum er þegar hafin, en lið í Bestu deildinni koma ekki inn í hana fyrr en í 16 liða úrslitum sem fram fara 27. og 28. maí. Sex lið komast áfram úr 2. umferðinni í 16 liða úrslitin og fara í pott með liðunum tíu í Bestu deildinni. Leikdagar í bikarkeppninni:
1. umferð: 23.-29. apríl
2. umferð: 7. maí
16 liða úrslit: 27.-28. maí
Átta liða úrslit: 15. og 16. júní
Undanúrslit: 30. júní og 1. júlí.
Úrslitaleikur: 12. ágúst

Sjá leikjadagskrá bikarkeppninnar á vef KSÍ.