Besta deildin: Mörkin telja, falleg eða ljót

Karítas Tómasdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir o…
Karítas Tómasdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir og Sandra María Jessen í leiknum í gær. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.
- - -

Eftir fimm sigurleiki í röð í Bestu deildinni, þar af þrjá á heimavelli, kom tapleikur á fyrsta grasleiknum í gær gegn Breiðabliki.

Breiðablik náði forystunni í fyrri hálfleik þegar það sem átti að vera fyrirgjöf á fjærsvæðið hægra megin en boltinn fóri í háum boga og í markið. Annað markið kom eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar boltinn lak inn fyrir línuna eftir atgang og þvögu í teignum hjá okkar liði. Þessi tvö mörk verða seint talin með fallegri mörkum tímabilsins, en mörkin telja jafn mikið hvort sem þau eru ljót eða falleg. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og niðurstaðan þriggja marka ósigur. 

Það þýðir þó ekki að dvelja lengi við þennan leik því það eru næg verkefni fram undan. Strax á þriðjudag (11. júní) er komið að útileik gegn FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar og á laugardag (15. júní) er komið að næsta leik í Bestu deildinni og það er einnig útileikur, gegn Stjörnunni. Leikurinn í gær er að baki og einbeitingin komin á næsta verkefni.

Breiðablik er áfram á toppi Bestu deildarinnar með 21 stig eftir sjö umferðir, Valur náði 2. sætinu aftur og er með 18 stig, en Þór/KA í 3. sæti með 15 stig. 

Þór/KA - Breiðablik 0-3 (0-1)

Molar og fróðleikur

  • - Emelía Ósk Krüger var í byrjunarliðinu í gær og er það í fyrsta skipti í leik í Bestu deildinni, en áður hafði hún komið við sögu í 12 leikjum í deildinni sem varamaður og skorað eitt mark, gegn Tindastóli í 6. umferðinni. 
  • 1 - Bríet Jóhannsdóttir var einnig í fyrsta skipti í byrjunarliði í leik í Bestu deildinni. Áður hafði hún komið við sögu í 16 leikjum í deildinni og skorað tvö mörk, annað þeirra gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í fyrrasumar. 
  • 17  - Leikurinn gegn Breiðabliki var sá fyrsti sem Þór/KA spilar á þessu ári án þess að skora. Áður hafði liðið spilað samtals 17 leiki og skorað í þeim 64 mörk. Þar til í gær voru tölurnar þessar: Kjarnafæðimótið: 4 leikir, 19 mörk, Lengjubikar: 6 leikir, 25 mörk, Mjólkurbikar: 1 leikur, 2 mörk, Besta deildin: 6 leikir, 18 mörk.
  • 30 - Bríet Jóhannsdóttir spilaði sinn 30. meistaraflokksleik í mótum á vegum KSÍ.
  • 60 - Amalía Árnadóttir spilaði sinn 60. meistaraflokksleik í mótum á vegum KSÍ, þar af eru 25 í efstu deild.
  • 160 - Sandra María Jessen  spilaði sinn 160. leik í efstu deild hér á landi. 


Emelía Ósk Krüger í leiknum gegn Breiðabliki. Bríet Jóhannsdóttir fylgist með. Mynd: Þórir Tryggva.


Amalía Árnadóttir skallar boltann í leiknum í gær. Mynd: Þórir Tryggva.

Sandra María Jessen sækir að marki gestanna. Mynd: Þórir Tryggva.