Breytingar á Kjarnafæðismótinu

Leikmannahópur Þórs/KA að loknum leiknum gegn FHL.
Leikmannahópur Þórs/KA að loknum leiknum gegn FHL.

 

Einherji hefur dregið lið sitt út úr Kjarnafæðismótinu. Leikur okkar við Völsung færður til 23. janúar.

Leikurinn gegn Völsungi átti að vera fyrr í mánuðinum, en var frestað og upphaflega færður á 30. janúar, en nú hefur verið ákveðið að hann fari fram sunnudaginn 23. janúar kl. 15 - reyndar stendur eins og er á vef KSÍ að hann sé kl. 14, en því verður breytt.

Þá hefur Einherji ákveðið að draga sitt lið úr keppninni og því aðeins fjögur lið eftir. Þór/KA hefur þegar mætt FHL, mætir svo Völsungi 23. janúar og Tindastóli 6. febrúar. 

Kjarnafæðismótið 2022 á vef KSÍ.