Bríet Fjóla og Hafdís nína með U15 gegn Færeyingum

Tvær úr okkar hópi hafa verið valdar í landsliðshóp U15 fyrir tvo æfingaleiki gegn Færeyjum á föstudag og sunnudag. 

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir eru báðar í U15 landsliðshópnum sem Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U15 kvenna valdi fyrir tvo æfingaleiki gegn Færeyingum. 

Liðið kom saman á æfingu í gær og æfir aftur í dag, en fyrri leikurinn verður í Miðgarði á morgun, föstudaginn 31. janúar, kl. 17. Liðið æfir svo aftur á laugardagsmorguninn og spilar seinni leikinn við Færeyinga á sunnudag kl. 13.

Sjá frétt á vef KSÍ.