Dagatalið komið út

Efri hluti forsíðu dagatalsins.
Efri hluti forsíðu dagatalsins.

Þór/KA dagatalið hefur verið prentað  og ýmist selt eða gefið á hverju ári í um eða yfir 20 ár. 

Nýjasta dagatalið er komið út og hefur verið í dreifingu undanfarnar vikur, bæði til samstarfsfyrirtækja og stuðningsfólk. Iðkendur í yngri flokkum Þórs/KA og yngri flokkum félaganna hafa fengið afhent dagatöl á æfingum og gestir og gangandi hafa getað nálgast dagatölin hjá félaginu.

Fjölmörg samstarfsfyrirtæki leggja hönd á plóg við rekstur félagsins með ýmsu móti, meðal annars með því að vera sýnileg í dagatalinu. Bestu þakkir til ykkar allra sem lögðuð ykkar af mörkum, sem og til þeirra sem sáu um vinnslu dagatalsins, en þar komu Hjálmar Arinbjarnarson og Guðrún Una Jónsdóttir mest við sögu, ásamt okkar frábæru ljósmyndurum sem við fáum myndir hjá til að nota í dagatalið. Að þessu sinni eru flestar myndirnar eftir Þóri Tryggvason, Egil Bjarna Friðjónsson og Skapta Hallgrímsson.

Hér að neðan er forsíðan í heilu lagi ásamt janúarmánuði.

Á forsíðunni eru knattspyrnukonurnar okkar að fagna einu af fjölmörgum mörkum sem liðið skoraði á árinu. Ofan á þá mynd koma svo liðsmyndir af meistaraflokki og 2. flokki. Myndin af 2. flokki U20 var tekin þegar liðið fékkafhentan Íslandsmeistarabikarinn. Liðsmyndirnar tók Skapti Hallgrímsson.

Janúarmánuð prýða þær Sandra María Jessen og Agnes Birta Stefánsdóttir og vill svo skemmtilega til að þær eiga báðar afmæli í mánuðinum, Sandra María þann 18. janúar og Agnes Birta daginn eftir.