Ein með A-landsliðinu, tvær með U19

Þrír verðugir fulltrúar félagsins með A- og U19-landsliðunum, Sandra María Jessen (A), Kimberley Dór…
Þrír verðugir fulltrúar félagsins með A- og U19-landsliðunum, Sandra María Jessen (A), Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (U19) og Iðunn Rán Gunnarsdóttir (U19).
- - -

Sandra María Jessen, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir verða næstu daga í eldlínunni með landsliðum Íslands. 

A-landsliðið er að hefja leik í undankeppni EM 2025. Liðið leikur tvo leiki í þessari lotu, heima gegn Pólverjum og úti gegn Þjóðverjum. Austurríki er einnig með þessum liðum í riðli.

Leikir

 • Föstudagur 5. apríl kl. 16:45
  Kópavogsvöllur
  Ísland - Pólland
 • Þriðjudagur 9. apríl kl. 16:10
  Þýskaland - Ísland

Báðir leikir A-landsliðsins eru sýndir beint á RÚV.

U19 í seinni umferð undankeppni EM

Þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir eru með U19 landsliðinu í Króatíu þar sem liðið tekur þátt í seinni umferð undankeppni EM 2024. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Írland og Króatía.

Leikir

 • Miðvikudagur 3. apríl kl. 10:30
  Írland - Ísland
 • Laugardagur 6. apríl kl. 10:30
  Ísland - Króatía
 • Þriðjudagur 9. apríl kl. 10:30
  Ísland - Austurríki