Ellefu úr okkar röðum í landsliðsverkefnum á næstunni

Núna í haust hafa stelpur úr okkar hópi verið valdar í æfingahópa yngri landsliðanna. Sumar hafa nú þegar æft með sínum hópi, en aðrar á leið á næstu dögum og vikum.

Hér er yfirlit um leikmenn úr okkar röðum, núverandi og fyrrverandi, sem og þær sem skráðar eru í Dalvík og hafa spilað bæði með yngri flokkum Þórs/KA og meistaraflokki Dalvíkur í 2. deild. 

Næstu verkefni

  • A-landslið
    Umspilsleikir í Þjóðadeild UEFA gegn Norður-Írlandi 24. og 28. október.
  • U19
    Æfingar 20.-23. október
    Undankeppni EM 26. nóvember til 2. desember
  • U17
    Æfingar 22.-24. október 
    Leikir 8. og 11. nóvember í undankeppni EM 2026
  • U16
    Æfingar 13.-15. október.
  • U15
    Æfingar 28.-30. október
 

Eftirtaldar hafa verið valdar í þessa landsliðshópa, en munu reyndar ekki allar hafa getað þekkst boðið.

  • A-landslið: Sandra María Jessen (1. FC Köln) og María Catharina Ólafsdóttir Gros (Linköping FC)
    Landsliðshópur fyrir umspilsleiki gegn Norður-Írlandi í Þjóðadeild UEFA 24. október á Norður-Írlandi og 28. október á Laugardalsvelli.
  • U19: Hildur Anna Birgisdóttir og Ísey Ragnarsdóttir
    Æfingahópur kemur saman 21.-23. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir umferð undankeppni EM 2026 þar sem Ísland mætir Portúgal, Danmörku og Kósóvó 26. nóvember til 2. desember.
  • U17: Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir
    Æfingahópur kemur saman 22.-23. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir fyrri umferð undankeppni EM 2026, leikir gegn Færeyjum 8. nóvember og Slóveníu 11. nóvember. Leikið er í Slóveníu. Þær Karen Hulda og Ragnheiður Sara eru skráðar í Dalvík og léku bæði með yngri flokkum Þórs/KA og meistaraflokki Dalvíkur í sumar.
  • U16: Ásta Ninna Reynisdóttir, Hafdís Nína Elmarsdóttir, Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sigyn Elmarsdóttir
    Æfingahópur sem kom saman 13.-15. október. Ásta Ninna er skráð í Dalvík og lék bæði með yngri flokkum Þórs/KA og meistaraflokki Dalvíkur í sumar. Halldóra Ósk og Sigyn komu inn í meistaraflokkshópinn hjá Þór/KA í lok leiktíðar og spiluðu báðar sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki.
  • U15: Emma Júlía Cariglia
    Æfingahópur kemur saman og æfir 28.-30. október.