Fjögur Þór/KA-mörk í U17 æfingaleik

Okkar stelpum gekk vel með U17.
Okkar stelpum gekk vel með U17.

Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir reimuðu á sig markaskóna fyrir sunnan.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni voru fjórar stelpur frá Þór/KA í æfingahópi U17 landsliðsins sem kom saman í liðinni viku, þær Angela Mary Helgadóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir. 

Æfingahópnum var skipt í tvennt og var Angela í öðru liðinu. Það lið mætti drengjum úr Þrótti og hafði sigur, 4-1. Hitt liðið, með Bríeti, Kristu og Sonju innanborðs, sigraði meistaraflokk Víkings, 4-1. Í þeim leik skoruðu okkar stelpur öll mörkin, Bríet tvö og Sonja Björg tvö.

Hér má sjá mörkin sem Bríet og Sonja Björg skoruðu:

Og hér má sjá svipmyndir úr hinum leiknum, hjá liðinu sem Angela Mary spilaði með gegn drengjaliði Þróttar.