Fjórar frá Þór/KA æfðu með U15

Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir og Karen Hulda Hrafns…
Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir og Karen Hulda Hrafnsdóttir.

Þór/KA átti fjóra fulltrúa í æfingahópi U15 landsliðsins sem kom saman fyrr í vikunni.

Magnús Örn Helgson, þjálfari U15 landsliðs kvenna, valdi xx í úrtakshóp fyrir æfingar í Miðgarði í Garðabæ sem fram fóru dagana 26.-28. febrúar. Þar voru fjórar frá Þór/KA, þær Aníta Ingvarsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir. 

Þarna voru á ferð flottir fulltrúar félagsins og má geta þess að ekkert félag átti fleiri fulltrúa í hópnum en Þór/KA. Í hópnum voru einnig fjórar frá KR.