Fjórar frá Þór/KA með U19 í undankeppni EM

Glæsilegir fulltrúar okkar í U19 landsliðinu: Steingerður Snorradóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley…
Glæsilegir fulltrúar okkar í U19 landsliðinu: Steingerður Snorradóttir, Amalía Árnadóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir.
- - -

Þór/KA á fjóra fulltrúa í U19 landsliðinu sem tekur þátt í undankeppni EM dagana 22.-31. október.

Það eru þær Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir sem Margrét Magnúsdóttir landsliðþjálfari hefur valið í þetta verkefni. Þetta eru sömu fjórar og fóru með U19 landsliðinu til Noregs í lok september og spiluðu í æfingamóti við Noreg og Svíþjóð og voru frábærir fulltrúar félagsins okkar þar.

Hópurinn kemur saman til æfinga 19.-21. október og heldur utan til Albaníu aðfararnótt sunnudagsins 22. október.

Leikir Íslands

  • Þriðjudagur 24. október gegn Skotlandi
  • Föstudagur 27. október gegn Belarús
  • Mánudagur 30. október gegn Serbíu

Mótið (ksi.is)