Fjórar frá Þór/KA valdar í U19 landsliðið

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 20 leikmenn til að taka þátt í leikjum liðsins í æfingamóti sem fram fer í Sarpsborg í Noregi þar sem íslenska liðið mætir U19 landsliðum Noregs og Svíþjóðar.

Fjórar úr Þór/KA eru í þessum hópi, þær Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir.

U19 kvenna - Hópur valinn fyrir æfingamót - (ksi.is)

Leikið verður við Svíþjóð 23. september og Noreg 25. september.