Fjórir sigrar í fimm leikjum um liðna helgi

Liðin okkar í 2. og 3. flokki höfðu nóg að gera um liðna helgi. Þrír sigrar og eitt tap syðra, sigur í Boganum. Bikarleikur í dag.

Það var ekki bara meistaraflokkurinn okkar sem spilaði um liðna helgina því yngri flokkarnir hjá Þór/KA spiluðu samtals fimm leiki heima og að heiman. Fjórir sigrar og eitt tap er niðurstaðan.

Þrjú lið í 3. flokki héldu suður í bítið á laugardagsmorguninn. Tvö af liðunum mættu Breiðabliki/Augnabliki og eitt þeirra mætti HK.

Laugardagur 18. Júní
A-riðill, lota 2: Breiðablik/Augnablik – Þór/KA 1-2
B-lið, A-riðill: Breiðablik/Augnablik – Þór/KA 3-4
B-riðill, lota 2: HK – Þór/KA2 4-0

Sunnudagur 19. Júní
B-riðill, lota 2: Fylkir – Þór/KA2 0-2
2. flokkur, B-deild, U20: Þór/KA/Völsungur - Vestri 4-0.

Hægt er að sjá stöður í deildum, leikjadagskrár og úrslit leikja með því að smella á nöfn deildanna, og leikskýrslur með því að smella á úrslit leikjanna.

Í A-riðli er Þór/KA á toppnum í lotu tvö með 12 stig eftir fjóra leiki. Í B-riðli er Þór/KA2 í þriðja sæti með sjö stig eftir fjóra leiki. Í keppni B-liða er Þór/KA í öðru sæti með 10 stig eftir sex leiki.

Í B-deild Íslandsmótsins í 2. flokki U20 er Þór/KA Völsungur í 3. sæti með 10 stig eftir sex leiki.

Næsti leikur:

Miðvikudagur 22. júní, Fellavöllur:
3. flokkur, bikarkeppni: Austurland – Þór/KA