Frá stjórn Þórs/KA

Kæru við í Þór/KA.

Eitt af því mikilvægasta í lífinu er að tilheyra – að tilheyra samfélagi. Við tilheyrum öll mismunandi hópum, t.d. erum við hluti af fjölskyldu, vinnustað, eigum félaga osfrv. Svo tilheyrum við líka þessu fallega samfélagi Þór/KA.

Það er ekkert leyndarmál að reksturinn er erfiður þessi misserin. Við viljum halda okkur í hópi þeirra bestu. Til þess þarf ýmis konar stuðning, allt frá því að mæta og horfa og hvetja stelpurnar okkar í að vinna ýmis störf fyrir félagið eða hreinlega styrkja það. Eins og við vitum liggur mikil vinna að baki því að reka félagið. Mikill kostnaður liggur í ferðalögum og ýmsu tengdu fjáröflun. Við biðlum því til ykkar elsku iðkendur, foreldrar og forráðafólk sem og annarra stuðningsmanna um aðstoð. Til þess að halda okkur í hópi þeirra bestu þarf að vinna vinnu, innan vallar sem utan. Við þurfum á ykkar hjálp að halda. Við erum t.d. búin að setja inn skjal á facebook síðu Þór/KA og foreldra þar sem við biðjum fólk að skrá sig á mismunandi verkefni. Einnig biðlum við til ykkar að koma með hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað okkur að halda úti liði í Bestu deildinni.

Nú styttist í að boltinn þar fari að rúlla. Nú þegar er í gangi Lengjubikarinn og eru stelpurnar að keppa mikilvægan leik á móti Selfossi nú á sunnudag klukkan 16:30 og hvetjum við alla að koma á völlinn og styðja okkar stelpur svo þær komist í undanúrslitin.

Við þökkum allan stuðning hingað til. Saman getum við meir. Nú höldum við áfram og segjum Áfram við í Þór/KA!