Fyrsti leikur í Kjarnafæðismótinu

Þór/KA hefur keppni í Kjarnafæðismótinu í dag, sunnudaginn 12. desember.

Þór/KA mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Boganum og hefst leikurinn kl. 15.

Vakin er athygli á takmarkandi sóttvarnareglum. Hámarksfjöldi áhorfenda er 50 og skulu áhorfendur nota grímu í stúkunni. Samgangur milli áhorfendasvæðis og kepnissvæðis er bannaður. Skráning áhorfenda fer fram við innganginn.

Leiknum verður jafnframt streymt á thorsport.is/tv.