Fyrstu mínútur Margrétar með Parma

Margrét Árnadóttir í leiknum gegn AC Milan í dag. Myndin er af vef Parma Calcio 1913.
Margrét Árnadóttir í leiknum gegn AC Milan í dag. Myndin er af vef Parma Calcio 1913.

Margrét Árnadóttir spilaði í hálftíma í fyrsta leik sínum með Parma á Ítalíu.

Parma mætti liði AC Milan á útivelli og mátti þola tap, 2-0. Margrét kom inn á sem varamaður þegar um hálftími var eftir af leiknum og að sögn hennar gekk leikmönnum Parma afleitlega að nýta færin sem liðið fékk í leiknum. 

Frétt akureyri.net um frumraun Margrétar á Ítalíu.

Parma situr enn á botninum að loknum 13 umferðum, hefur náð í sex stig, en tvö næstu lið fyrir ofan eru með 10 stig. Fimm umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni, en þá tekur við tvískipt keppni, efstu fimm spila um titilinn og neðstu fimm munu berjast við að forðast fall. Sams konar fyrirkomulag og verður í fyrsta skipti notað í Bestu deildinni á komandi sumri.