Harpa Jóhannsdóttir fékk Kollubikarinn

Andri Hjörvar Albertsson þjálfari og Harpa Jóhannsdóttir, handhafi Kollubikarsins 2021. Mynd: Skapti…
Andri Hjörvar Albertsson þjálfari og Harpa Jóhannsdóttir, handhafi Kollubikarsins 2021. Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net

 

Kollubikarinn var afhentur á lokahófi Þórs/KA í gær. Þetta er í sjötta sinn sem bikarinn er afhentur. 

Kollubikarinn er veittur til minningar um Kolbrúnu Jónsdóttur, fyrrverandi leikmann og stjórnarmann.

Við val á þeim leikmanni sem hlýtur Kollubikarinn eru hafðir til hliðsjónar eiginleikar sem prýddu Kollu sjálfa, áræðni, harka og dugnaður, svo einhverjir séu nefndir. Það er stjórn Þórs/KA sem velur þann leikmann sem fær Kollubikarinn hverju sinni.

Kolbrún starfaði lengi í kvennaráði Þórs/KA, en lést á árinu 2016, langt fyrir aldur fram.

Í umsögn stjórnar við afhendingu Kollubikarsins segir meðal annars að Harpa sé dugleg og styðji lið sitt alla leið, innan sem utan vallar.
Hún er vinnusöm, góð fyrirmynd og gefur vel af sér. 

Handhafar Kollubikarsins frá upphafi: 

2016: Karen Nóadóttir
2017: Sandra María Jessen
2018: Arna Sif Ásgrímsdóttir
2019: Lára Einarsdóttir
2020: Heiða Ragney Viðarsdóttir
2021: Harpa Jóhannsdóttir 

Myndir af verðlaunahöfum á lokahófi Þórs/KA og Hamranna 2021 má sjá í myndaalbúmi.