Hulda Björg, Margrét og Saga Líf í U23

Þrír fulltrúar frá Þór/KA í æfingahópi U23 landsliðsins í næstu viku.
Þrír fulltrúar frá Þór/KA í æfingahópi U23 landsliðsins í næstu viku.

 

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahópi U23 landsliðsins sem kemur saman í Skessunni í Hafnarfirði í næstu viku.

Lengi hefur verið kallað eftir fleiri verkefnum fyrir kvennalandslið eftir að leikmenn hafa lokið veru sinni með U19 landsliðinu. Stöku sinnum hafa komið upp verkefni fyrir U23 landslið kvenna, en ekkert U21 landslið er til staðar eins og hjá körlunum.

Nú virðist einhver bragarbót vera í uppsiglingu því boðaðar hafa verið æfingar hjá U23 landsliðinu 24.-26. janúar og hefur Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, valið 26 leikmenn til æfinga með U23 liðinu.

Þrjár frá Þór/KA

Í hópnum sem Þorsteinn hefur valið eru eru þrjár frá Þór/KA, þær Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir. Auk þeirra er fyrrverandi leikmaður okkar, Karen María Sigurgeirsdóttir, í hópnum. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði, en sömu daga verða þar einnig tveir leikmenn frá okkur á æfingum með U19 landsliðinu eins og fram kemur í annarri frétt hér á síðunni.