Ísfold Marý fékk Böggubikarinn

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er handhafi Böggubikarsins hjá K.A. Þetta var tilkynnt í afmælishófi félagsins í dag.

Ísfold Marý, leikmaður meistaraflokks Þórs/KA, var ein af sex ungum einstaklingum sem tilnefnd voru og komu til greina sem handhafar Böggubikarsins. Sá bikar er veittur einstaklingi sem þykir efnilegur í sinni grein og ekki síður sterkur félagslega og var í dag afhentur í níunda skipti. Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem lést 2011. Bróðir hennar, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna. 

Ísfold, sem er á 19. ári, á nú þegar að baki 52 meistaraflokksleiki, þar af 34 í efstu deild, auk sex leikja með U-landsliðum Íslands og 17 leikja í vetraræfingamótum. Til hamingju, Ísfold Marý!

Auk Ísfoldar var Margrét Árnadóttir ein af þeim sem tilnefndar voru til verðlauna sem íþróttakona K.A. 2022, Íslands- og bikarmeistaralið Þórs/KA í 3. flokki var eitt af þeim liðum sem tilnefnd voru sem lið ársins hjá félaginu og Guðrún Una Jónsdóttir, sem situr í stjórn Þórs/KA, var sæmd bronsmerki félagsins við sama tækifæri.