Ísfold Marý og Jakobína í eldlínunni í dag

U19 landslið kvenna mætir liði Póllands í dag kl. 14 á æfingamóti sem fram fer í Portúgal. Leiknum er streymt í sjónvarpi KSÍ.

Ísfold Marý og Jakobína héldu suður strax eftir leik okkar gegn FH á sunnudaginn, æfðu með U19 á mánudag og héldu svo til Portúgals.

Leikir Íslands:
Ísland - Pólland 15. febrúar
Portúgal - Ísland 18. febrúar
Ísland - Wales 21. febrúar

Mótið á vef KSÍ:

Okkar stelpur eru báðar varamenn í leiknum í dag, en vonandi fáum við samt að sjá þær spila eitthvað í þessum lei og klárlega í hinum tveimur. Þær spiluðu báðar 90 mínútur á sunnudag og því mögulegt að það hafi áhrif á liðsvalið í dag.

Byrjunarliðið og hópurinn í dag - mynd af Facebook-síðu KSÍ.

Streymt í sjónvarpi KSÍ

Leikjum Íslands í mótinu, sem er æfingamót og liður í undirbúningi fyrir næsta skref í undankeppni EM 2023, verður streymt í sjónvarpi KSÍ. Þar koma einnig inn leikir A-landsliðsins, en svo vill til að bæði þessi landslið leika á sama tíma í dag, en A-landsliðið mætir Skotum í dag kl. 14.

Við eigum svo einnig fulltrúa á Pinatar Cup á Spáni sem A-landslið Íslands tekur þátt í. Tahnai Annis hélt utan á sunnudag til móts við landslið Filippseyja sem tekur þátt í þessu sama móti - og er reyndar í riðli með Íslandi. Leikur Íslands og Filippseyja er lokaleikur liðanna í riðlinum, en þau mætast þriðjudaginn 21. febrúar kl. 19:30.