Ísfold Marý og Jakobína með U19 á æfingamót

Ísfold Marý og Jakobína eru á leið til Portúgal síðar í febrúar.
Ísfold Marý og Jakobína eru á leið til Portúgal síðar í febrúar.

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 20 leikmenn fyrir æfingamót í Portúgal sem liðið tekur þátt í síðar í mánuðinum. Þeirra á meðal eru Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir frá Þór/KA.

Liðið kemur saman sunnudaginn 12. febrúar og heldur til Portúgal þriðjudaginn 14. febrúar. Leikið verður gegn Póllandi þann 15., Portúgal 18. og Wales 21. febrúar.

Mótið er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir seinni umferð í undankeppni EM 2023. Ísland verður þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu, en leikið verður í Danmörku 3.-11. apríl.

Breytingar fram undan á þjálfaramálunum

Í frétt á vef KSÍ þann 20. janúar kemur fram að breytingar hafi orðið og muni verða á næstunni á þjálfarastöðum yngri landsliða kvenna. Magnús Örn Helgason hefur tekið við starfi þjálfara U15 liðsins og Margrét Magnúsdóttir hefur tekið við þjálfun U16. Magnús mun aðstoða Margréti með U16 liðið fram yfir mót sem er á dagskrá í apríl. Þá kemur fram að þau muni bæði klára sín verkefni með U17 og U19, en síðan verði gerðar frekari breytingar sem tilkynntar verða síðar.

Hér má sjá allan hópinn: