Ísfold Marý og Unnur í U19

 

Landsliðshópur U19 kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Tvær úr okkar röðum eru í hópnum, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir, en þær eru báðar fæddar 2004.

Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari U19 landsliðs kvenna og hefur hann valið 25 leikmenn sem koma saman til æfinga í Skessunni í Hafnarfirði 24.-26. janúar.

Í frétt á vef KSÍ má sjá allan hópinn.

Ísfold Marý hefur áður verið í U19 hópnum, en Unnur kemur ný inn í hópinn. Unnur hefur nýlega skrifað undir samning við Þór/KA, en hún er Grindvíkingur.

EM milliriðill í apríl

Undirbúningur er hafinn fyrir næsta verkefni hópsins, sem er þátttaka í milliriðli í undankeppni EM 2022. Ísland er áfram í A-deild og leikur í milliriðli gegn Belgíu, Englandi og Wales. Keppni í milliriðlinum fer fram 4.-12. apríl, en lokakeppnin fer fram í Tékklandi í lok júní og byrjun júlí. Sigurlið milliriðlanna fara áfram í lokakeppnina.