Íslandsmeistarar!

Bikarinn á loft! Skjáskot úr myndbandsupptöku.
- - -
Bikarinn á loft! Skjáskot úr myndbandsupptöku.
- - -

Þór/KA/Völsungur fékk í dag afhentan Íslandsbikarinn og verðlaun fyrir sigur í A-deild Íslandsmóts 2. flokks U20.

Loksins kom að því að hægt var að setja á síðasta heimaleikinn hjá Þór/KA/Völsungi í Íslandsmótinu, 2. flokki U20, A-deild. Það hefur verið bras að klára mótið og hefur ekki staðið á okkar liði að klára leikina. Aðeins eru liðnar sjö vikur frá því að stelpurnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og tæpar sex vikur síðan þær spiluðu síðasta leik í deildinni.

Fyrir leikinn í dag hafði Þór/KA/Völsungur unnið alla tíu leiki sína og er því með fullt hús í A-deildinni. Í dag spiluðu stelpurnar við lið Breiðabliks/Augnabliks/Smára og unnu mjög öruggan 13-0 sigur. Emelía Ósk Krüger skoraði þrennu á síðustu 20 mínútum leiksins og varð markadrottning A-deildarinnar með 13 mörk.

  • 1-0 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (3'). Stoðsending: Anna Guðný Sveinsdóttir.
  • 2-0 - Hildur Anna Birgisdóttir (12'). Stoðsending: Emelía Ósk Krüger.
  • 3-0 - Krista Dís Kristinsdóttir (15').
  • 4-0 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (28'). Stoðsending: Hildur Anna Birgisdóttir.
  • 5-0 - Bríet Jóhannsdóttir (45'). Stoðsending: Iðunn Rán Gunnarsdóttir.
  • 6-0 - Ólína Helga Sigþórsdóttir (47'). Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
  • 7-0 - Krista Dís Kristinsdóttir (49'). Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
  • 8-0 - Una Móeiður Hlynsdóttir (56').
  • 9-0 - Ólína Helga Sigþórsdóttir (62').
  • 10-0 - Helga Dís Hafsteinsdóttir (64'). Stoðsending: Amalía Árnadóttir.
  • 11-0 - Emelía Ósk Krüger (72'). Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
  • 12-0 - Emelía Ósk Krüger (83'). Stoðsending: Krista Dís Kristinsdóttir.
  • 13-0 - Emelía Ósk Krüger (89').

Nánar verður fjallað um mótið og titilinn síðar hér á heimasíðunni og í lokaleikskrá sem er í vinnslu. Þar verður farið yfir alls konar tölfræði og fróðleik í sambandi við sumarið hjá þessu liði og öðrum liðum sem Þór/KA tefldi fram á árinu.