Íslandsmót B-liða 3. flokks að hefjast

 

Þór/KA teflir fram þremur liðum á Íslandsmótinu í 3. flokki. Tvö þeirra teljast sem A-lið, það þriðja hefur leik á Íslandsmótinu í keppni B-liða í kvöld.

A-liðin hafa þegar lokið keppni í fyrstu lotu Íslandsmótsins og gerðu það með stæl. Liðin eru skráð sem Þór/KA og Þór/KA2. Þór/KA hóf keppni í A-riðli og vann hann, Þór/KA2 hóf keppni í C-riðli og vann hann og færist þar með upp í B-riðil fyrir lotu númer tvö.

Þriðja liðið tók þátt í æfingamóti í mars og apríl, en nú er komið að alvörunni, þátttöku í Íslandsmótinu. Stelpurnar halda suður í dag og mæta FH/ÍH í Skessunni í kvöld kl. 19 og svo Haukum/KÁ á Ásvöllum á morgun, laugardaginn 14. maí, kl. 9:30.