Karen María komin með 100 leiki fyrir Þór/KA

...

...

Karen María Sigurgeirsdóttir spilaði fyrr í sumar sinn 100. meistaraflokksleik með Þór/KA, en hún á einnig að baki leiki í meistaraflokki með Hömrunum og Breiðabliki.

Meistaraflokksleikir Karenar Maríu í KSÍ-mótum með Þór/KA eru orðnir alls 103. Inni í þeirri talningu eru leikir í efstu deild Íslandsmótsins (75), bikarkeppni (6), deildabikar (21) og Meistarakeppni KSÍ (1). Að auki eru svo fjórir leikir með Þór/KA í Meistaradeild Evrópu 2018. 

Karen María hefur einnig spilað í þessum mótum 28 KSÍ-leiki með Breiðabliki, átta leiki með Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu og 16 leiki með Hömrunum í Inkasso-deildinni (næstefstu deild). Samtals á hún því að baki 147 KSÍ-leiki í meistaraflokki og 12 Evrópuleiki. 

Helstu áfangar

  • Fyrsti meistaraflokksleikur: Karen María kom í fyrsta skipti við sögu í meistaraflokksleik í 5-1 sigri á FH í í Lengjubikarnum, en leikurinn fór fram í Boganum 12. febrúar 2017. Hún skoraði þá jafnframt sitt fyrsta mark í meistaraflokki, en hún hafði þá verið inn á í um fimm mínútur.
  • Fyrsta markið í efstu deild, þá Pepsi Max-deildinni, skoraði hún í 1-0 sigri á FH í Kaplakrika 20. júní 2017. Hún hafði þá komið inn sem varamaður á 87. mínútu og tryggði sigurinn með skallamarki á 89. mínútu.
  • Fyrsta skipti í byrjunarliði: Fyrsti leikurinn þar sem Karen María var í byrjunarliði í meistaraflokki var reyndar með Hömrunum, þá á lánssamningi frá Þór/KA, í 6-0 sigri á FHL í C-deild Lengjubikarsins 10. mars 2018. 
  • Fyrsta skipti í byrjunarliði með Þór/KA: Hún var í fyrsta skipti í byrjunarliði hjá Þór/KA í 2-1 tapi gegn Val á Hlíðarenda 10. mars 2019, í A-deild Lengjubikarsins..
  • Fyrsti leikur hennar í byrjunarliði í efstu deild var einnig gegn Val, í 5-2 tapi á Hlíðarenda 3. maí 2019.

Efri myndin sýnir tölur yfir leiki Karenar Maríu með Þór/KA og landsleiki með yngri landsleikjum á þeim tíma. Á neðri myndinni eru samtölur úr leikjum með Þór/KA, Hömrunum og Breiðabliki.