Karlotta og Kolfinna á Norðurlandamótinu

Byrjunarlið U16 landsliðsins gegn Danmörku. Kolfinna Eik Elínardóttir er önnur frá vinstri í fremri …
Byrjunarlið U16 landsliðsins gegn Danmörku. Kolfinna Eik Elínardóttir er önnur frá vinstri í fremri röð. Mynd: KSÍ.

Íslenska U16 landslið kvenna tekur þessa dagana þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð. Þór/KA á tvo fulltrúa í landsliðinu, en það eru þær Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir.

Þriðji leikur liðsins fer fram á morgun, miðvikudaginn 12. júlí. Íslenska liðið tapaði 0-1 gegn því hollenska í fyrsta leik, en vann síðan 5-0 sigur í öðrum leik. Karlotta Björk og Kolfinna Eik komu báðar inn sem varamenn í fyrsta leiknum. Karlotta kom inn á 65. mínútu og Kolfinna á 82. mínútu. Kolfinna var síðan í byrjunarliðinu á móti Dönum og spilaði fyrri hálfleikinn, en Karlotta kom inn á eftir leikhlé og spilaði seinni hálfleikinn. Ísland vann öruggan 5-0 sigur.