Keppnistreyjurnar og stuðningsmannabolur til sölu

Markafagn. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.
Markafagn. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.

- - -

Núna er hægt að panta nýjan stuðningsmannabol Þórs/KA og keppnistreyjurnar, bæði svörtu og hvítu. Hér eru helstu upplýsingar:

  • Stuðningsmannabolur: 5.000 krónur (merking á bak ekki innifalin).
  • Keppnistreyja, fullmerkt, númer og nafn að eigin vali innifalið: 15.000 krónur
  • Athugið: Frá því að pöntunarfrestur hjá okkur rennur út geta liðið 10-12 vikur þar til keppnistreyjurnar koma til landsins. Það kostar smá þolinmæði, en treyjurnar eru vel þess virði að bíða eftir þeim. Þær verða í fullu gildi áfram á næsta ári því Þór/KA spilar í sömu treyjum 2024.
  • Afgreiðslufrestur á stuðningsmannabolnum er mun styttri. Bómullarbolur með Macron og Þór/KA-merki, ásamt tveimur stjörnum og ártölunum 2012 og 2017.
  • Greiða þarf fyrir innkaupin við pöntun. Ógreiddar pantanir eru ekki afgreiddar.
  • Vinsamlega millifærið á reikning: 0565-26-003289, kt. 6903171090.
    Sendið staðfestingu við millifærslu í thorkastelpur@gmail.com.

SÍÐASTI PÖNTUNARDAGUR Í ÞESSARI LOTU ER 1. JÚLÍ
 

Smellið hér til að fara inn á pöntunarformið.

Stuðningsmannabolur með tveimur stjörnum og ártölunum þegar félagið fann Íslandsmeistaratitlana.

 

Hér má sjá uppröðun á lógóum á keppnistreyjunum. Einnig má til dæmis sjá flottar myndir af stelpunum í treyjunum í leik í myndafrétt á Akureyri.net. Kaupendur hafa val um að hafa nafn og númer á bakinu. Enginn aukakostnaður er við það á keppnistreyjunum. Allar merkingar eru framleiddar beint í treyjuna og eru innifaldar í verðinu.

Myndir úr sigurleiknum gegn Tindastóli, en þá spiluðu stelpurnar í fyrsta skipti í fullmerktum treyjum. Myndir: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.