Kveðja til Grindvíkinga - velkomnar á æfingar hjá Þór/KA

Þór/KA býður iðkendur úr Grindavík sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt og heimabæinn sinn vegna náttúruhamfaranna sem ganga yfir velkomna.

Ef svo vill til að Grindvíkingar í þessari stöðu muni dvelja á Akureyri í lengri eða skemmri tíma tökum við að sjálfsögðu á móti þeim með opnum faðmi.

Þór/KA rekur 2. og 3. flokk kvenna, auk meistaraflokks.

Til að fá upplýsingar um æfingatíma, hafið samband í thorkastelpur@gmail.com.