Leikdagur - áfram Ísland!

Landsliðshópur U19. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir lengst til vinstri í öftustu röð, Kimberley Dóra Hjá…
Landsliðshópur U19. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir lengst til vinstri í öftustu röð, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir við hlið hennar og Jakobína Hjörvarsdóttir lengst til hægri í miðröðinni. Mynd: KSÍ

Í dag leikur U19 landsliðið annan leik sinn í B-riðli í lokamóti EM. Tékkar eru andstæðingur dagsins.

Íslenska liðið lét í minni pokann gegn sterku liði Spánverja í fyrsta leik, 0-3. Jakobína Hjörvarsdóttir spilaði allan leikinn, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir fór af velli á 84. mínútu og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir var ónotaður varamaður.

Í dag kl. 15:30 mæta íslensku stelpurnar þeim tékknesku í beinni útsendingu á Rúv. Tékkland tapaði 0-1 fyrir Frakklandi í fyrsta leik.

Lokaleikur liðsins í riðlinum verður gegn Frökkum mánudaginn 24. júlí kl. 18:30. Tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit.