Leikið í Boganum á mánudag kl. 17:30

KSÍ hefur ákveðið nýjan leikdag og nýjan leikstað fyrir leik okkar gegn Stjörnunni í 17. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn verður í Boganum mánudaginn 26. september og hefst kl. 17:30.

Eins og áður hefur komið fram og verið margauglýst verður frítt á leikinn og því alveg kjörið yfir Akureyringa að stútfylla Bogann og styðja stelpurnar okkar. Að minnsta kosti þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af að sitja út í þaklausri stúku í roki og rigningu... eða slyddu.