Lengjubikar: Þór/KA fer ekki í úrslitaleikinn

Sandra María Jessen skoraði tvisvar í leiknum. Lara Ivanuša átti stoðsendinguna í báðum mörkum Söndr…
Sandra María Jessen skoraði tvisvar í leiknum. Lara Ivanuša átti stoðsendinguna í báðum mörkum Söndru. Myndir: Þórir Tryggva
- - -

Þór/KA lauk keppni í Lengjubikarnum í gær þegar liðið mátti þola tap gegn Breiðabliki í undanúrslitum. Lokatölur urðu 3-6.

Þór/KA komst yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með marki Söndru Maríu Jessen, en Blikar jöfnuðu stuttu seinna. Sandra María náði aftur forystunni fyrir Þór/KA með marki á lokamínútu fyrri hálfleiksins, staðan 2-1 í leikhléi. Lara Ivanuša átti átti stoðsendingu báðum mörkum Söndru Maríu. Þrátt fyrir að Þór/KA hafi leikið ágætlega að mörgu leyti reyndist leiðin að markinu óþarflega greið fyrir gestina, sem þökkuðu fyrir sig með fimm mörkum í seinni hálfleiknum. Í stöðunni 2-6 bætti Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir við þriðja markinu fyrir Þór/KA með skalla eftir hornspyrnu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. 

Svekkjandi tölur, en að ýmsu leyti ágætis leikur þrátt fyrir það, eins ótrúlega og það hljómar þegar lið fær á sig fimm mörk á 45 mínútum.

Þór/KA - Breiðablik 3-6 (2-1)

  • 1-0 Sandra María Jessen (22'). Stoðsending: Lara Ivanuša.
  • 1-1 Barbára Sól Gísladóttir (24').
  • 2-1 Sandra María Jessen (45'). Stoðsending: Lara Ivanuša
    - - -
  • 2-2 Agla Albertsdóttir (48').
  • 2-3 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (55').
  • 2-4 Anna Nurmi (66').
  • 2-5 Birta Georgsdóttir (74').
  • 2-6 Líf Joostsdóttir van Bemmel (90').
  • 3-6 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (90+2'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir.

Þátttöku liðsins í Lengjubikarnum er því lokið þetta árið og nú tekur við lokaundirbúningur áður en keppni í Bestu deildinni hefst 21. apríl.