NÝR LEIKTÍMI: 14:00 - Lengjubikarinn: Þór/KA - FH í dag

Lengjubikarinn er að hefjast og fyrsti leikur okkar verður gegn FH í Boganum í dag kl. 14:00 - ATHUGIÐ, LEIKNUM SEINKAR UM 90 MÍNÚTUR OG HEFST KL. 14.

Mikilvægi stuðningsfólks okkar hefur ekkert minnkað frá því í fyrra og því hvetjum við okkar fólk til að mæta í Bogann - alveg eðal ef þið eigið trommur - og styðja stelpurnar okkar af krafti frá upphafsflauti til leiksloka. Það skiptir máli.

Fyrir þau sem ekki komast í Bogann en vilja fylgjast með leiknum er bent á vefútsendingu á Þór TV - ThorTV — Livey og kostar 1.000 krónur að horfa á útsendinguna.

Leikir okkar í Lengjubikarnum

Sunnudagur 12. febrúar kl. 14:00 í Boganum: Þór/KA - FH (Þór TV)
Laugardagur 25. febrúar kl. 15:00 á KR-velli: KR - Þór/KA
Laugardagur 4. mars kl. 14 í Boganum: Þór/KA - Valur (Þór TV)
Laugardagur 11. mars á Þróttarvelli: Þróttur - Þór/KA
Sunnudagur 19. mars kl. 16:30 í Boganum: Þór/KA - Selfoss (Þór TV)

Birt með fyrirvara um mögulegar breytingar vegna veðurs, færðar og af öðrum ástæðum.

Mótið á vef KSÍ.

Þessi lið hafa fjórum sinnum mæst í deildabikar, árin 2007, 2013, 2017 og 2018, og fór Þór/KA alltaf með sigur af hólmi í þeim viðureignum. Í leik liðanna í deildabikarnum 2013 skoraði Tahnai Annis eitt markanna í 3-0 sigri, en hún er núna gengin aftur í raðir okkar eins og fram hefur komið. Sandra María Jessen skoraði eitt markana í 5-1 sigrinum 2017 og Hulda Ósk skoraði í leikjunum 2017 og 2018. Hér að neðan er skjáskot af ksi.is með yfirliti leikja þessara liða í deildabikarnum.