Litið um öxl: Íslandsmeistarar í 2. flokki 2017

Íslandsmeistarar 2. flokks 2017. 

Fremri röð frá vinstri: Magðalena Ólafsdóttir, Þórgunnur Þorste…
Íslandsmeistarar 2. flokks 2017.

Fremri röð frá vinstri: Magðalena Ólafsdóttir, Þórgunnur Þorsteinsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Æsa Skúladóttir fyrirliði, Harpa Jóhannsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og Hulda Karen Ingvarsdóttir.

Aftari röð frá vinstri: Halldór Jón Sigurðsson þjálfari, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir, Sara Skaptadóttir, Margrét Árnadóttir, Arna Kristinsdóttir, Eygló Erna Kristjánsdóttir, Arna Sól Sævarsdóttir, Emilía Eir Pálsdóttir, Emelía Kolka Ingvarsdóttir, Aldís María Jóhannsdóttir, Tinna Arnarsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Natalia Gómez Junco aðstoðarþjálfari og Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur.

Mynd: HI

 

Sumarið 2017 var góð uppskera hjá okkar liðum, Þór/KA varð Íslandsmeistari og Þór/KA/Hamrarnir Íslands- og bikarmeistarar í 2. flokki.

Facebook minnir notendur reglulega á það sem skrifað hefur verið og birt í fortíðinni. Mynd af Íslandsmeisturum Þórs/KA/Hamranna í 2. flokki þetta sumar vakti athygli fréttaritara, en í gær, 16. september, voru einmitt fjögur ár frá því að liðið tryggði sér titilinn með 5-1 sigri á HK/Víkingi á Akureyrarvelli. Síðar í sama mánuði vann liðið einnig bikarkeppni 2. flokks.

Við ætlum að skoða þessa mynd og leikmannalista 2. flokks þetta sumar. Alls komu 28 leikmenn við sögu í leikjum 2. flokks í Íslandsmótinu. Á myndinni sem tekin var eftir að liðið tryggði sér titilinn eru 22 leikmenn af þessum 28.

Þegar horft er á myndina (og leikmannalistann allan þetta sumar) er forvitnilegt að spyrja: Hvar eru þær nú?

Tökum allar 28 sem komu við sögu í leikjum liðins.

Tvær eru í atvinnumennsku erlendis: Andrea Mist Pálsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros.

Tólf eru á samningi hjá Þór/KA og spiluðu með liðinu í efstu deild í sumar: Agnes Birta Stefánsdóttir, Arna Kristinsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Hulda Karen Ingvarsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Margrét Árnadóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Rut Matthíasdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir.

Tvær eru á samningi hjá öðrum liðum sem spiluðu í efstu deild í sumar – Anna Rakel Pétursdóttir og Aldís María Jóhannsdóttir.

Þrjár eru á samningi og spiluðu með liðum í Lengjudeildinni í sumar – Arna Sól Sævarsdóttir, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir og Magðalena Ólafsdóttir.

Þrjár spila með Hömrunum og eru jafnframt í háskólanámi og við fótboltaiðkun í Bandaríkjunum: Emilía Eir Pálsdóttir, Lilja Björg Geirsdóttir og Tinna Arnarsdóttir.

Ein spilaði með öðrum liðum í 2. deild í sumar;: Margrét Selma Steingrímsdóttir.

Fimm hafa að því er við höldum, hætt knattspyrnuiðkun og lagt skóna á hilluna.

Hér má sjá mót liðsins þetta sumar á vef KSÍ:

Íslandsmótið.

Bikarkeppnin.