Lokaleikurinn í dag - Keflvíkingar í heimsókn

 

Í dag spilar Þór/KA lokaleik sinn í Pepsi Max-deildinni þetta sumarið þegar Keflvíkingar koma í heimsókn.

Fyrir leikinn er Þór/KA í 7. sæti með 21 stig, en gæti með sigri hækkað sig um 1-2 sæti. Næst fyrir ofan er ÍBV með 22 stig, en hafa lokið sínum leikjum. Þar fyrir ofan er Stjarnan með 24 stig, en þær heimækja Tindastól í dag.

Úrslitin í þessum tveimur leikjum, Þór/KA-Keflavík og Tindastóll-Stjarnan munu ráða því hvaða lið fylgir Fylki niður í 1. deild. 

Til að halda sæti sínu í deildinni þarf Tindastóll að vinna Stjörnuna og treysta á að Þór/KA vinni Keflavík - auk þess sem markamunur spilar inn í því Tindastóll þarf á sjö marka sveiflu að halda til að fara upp fyrir Keflvíkinga. Keflavík nægir því jafntefli, en gæti einnig haldið sætinu í deildinni ef úrslit í leik Tindastóls og Stjörnunnar eru þeim hagstæð.

Leikurinn hefst kl. 14. Við hvetjum Akureyringa og annað stuðningsfólk til að mæta á völlinn og sýna stelpunum góðan stuðning.

Miðaverð: 1.500 kr. - Frítt fyrir 18 ára og yngri.
Miðasala: Stubbur og við hlið

Athugið að í Stubbi er merkt við miðana "grímuskylda", en það á ekki lengur við á íþróttaviðburðum utanhúss - gleymdist bara að breyta í kerfinu áður en miðar fóru í sölu.