Margrét Árnadóttir og Bríet Jóhannsdóttir tilnefndar hjá KA

Verðlaunahátíð KA fer fram á sunnudag þar sem íþróttafólk ársins hjá félaginu er krýnt ásamt því að tilkynnt er um aðra verðlaunahafa.

Þar á Þór/KA tvo fulltrúa meðal þess íþróttafólks sem tilnefnt er til verðlauna, Margréti Árnadóttur og Bríeti Jóhannsdóttur. 

Margrét Árnadóttir er tilnefnd sem knattspyrnukona ársins hjá KA og er því í kjöri fyrir íþróttakonu KA ásamt þremur öðrum.

Bríet Jóhannsdóttir er ein fimm stúlkna sem koma til greina sem handhafar Böggubikarsins.