Markalaust jafntefli á Króknum

Á meðan liðin fyrir ofan Þór/KA í efri hluta deildarinnar, FH, Stjarnan og Þróttur, unnu sína leiki í gær náði Þór/KA ekki að nýta yfirburði í leiknum gegn Tindastóli á Sauðárkróki til að hirða öll stigin. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Fjölmörg góð marktækifæri nýttust ekki - nema eitt. Snemma í seinni hálfleik kom sending inn á vítateiginn frá hægri, Tahnai skallar boltann til hliðar á Söndru Maríu sem snýr af sér varnarmann og skorar laglegt mark. Aðstoðardómari flaggar rangstöðu. Sandra María og Þór/KA rændar marki.

Auk þessa marktækifæris sem hefði átt að skila forystu í upphafi seinni hálfleiks skapaði liðið sér reyndar fjölmörg önnur færi sem hefðu á góðum degi skilað mörkum. Heimakonur fengu mjög gott færi í fyrri hálfleiknum, en Melissa varði þá frábærlega þegar Aldís María var komin ein inn fyrir vörnina.

Niðurstaðan vonbrigði eftir nokkra yfirburði lengst af í leiknum, markalaust og bara eitt stig í pokann.

Þór/KA í efri hluta

Þór/KA endar í 6. sæti eftir 18 leikja deildina og heldur áfram í efri hluta deildarinnar ásamt  Val, Breiðabliki, Stjörnunni, Þrótti og FH. 

Lokastaðan fyrir tvískiptingu:

Fimmtán stig í pottinum

Leikjaskipulagið á lokasprettinum markast nokkuð af þátttöku Vals og Stjörnunnar í undanriðlum fyrir Meistaradeild Evrópu með leikjum erlendis 6. og 9. september, og landsleikjaglugga í síðari hluta mánaðarins.

Leikdagar hafa verið ákveðnir, en eru birtir hér með fyrirvara um að breytingar gætu orðið af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna veðurs.

Þrjú efstu liðin, Valur, Breiðablik og Stjarnan, fá þrjá heimaleiki, en hin þrjú, Þróttur, FH og Þór/KA fá tvo heimaleiki.