Bikardraumurinn úti þrátt fyrir góða frammistöðu

Þór/KA tókst ekki það ætlunarverk sitt í gær að tryggja sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Eftir markalausar 90 mínútur í leik liðsins gegn Breiðabliki voru þrjú mörk skoruð í framlengingu, því miður tvö þeirra af gestunum.

Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik framlengingar, en Sandra María Jessen jafnaði á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Þegar um sjö mínútur voru eftir af framlengingunni kom sigurmark Breiðabliks.

Þór/KA - Breiðablik 1-2 (0-0) 

Molar og fróðleikur

  • - Í leikmannahópi Breiðabliks í gær voru þrjár sem hafa einnig leikið með Þór/KA, þar af tvær uppaldar á Akureyri. Heiða Ragney Viðarsdóttir var í byrjunarliðinu og Jakobína Hjörvarsdóttir kom inn á þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni, en þær eru báðar uppaldar á Akureyri og léku með Þór/KA. Þá var Katrín Ásbjörnsdóttir í byrjunarliði Breiðabliks, en hún var leikmaður Þórs/KA 2012-2014, meðal annars í bikarúrslitaleiknum gegn Breiðabliki 2013 og skoraði mark liðsins í 1-2 tapi.
  • 4 - Það var ekki mikið skorað í leikjunum þremur sem liðið spilaði í Mjólkurbikarnum þetta árið, samtals fjögur mörk gegn þremur, 2-1 sigur gegn Tindastóli, 1-0 sigur gegn FH og 1-2 tap gegn Breiðabliki. Sandra María Jessen skoraði tvö markanna, Hulda Ósk Jónsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir eitt hvor. Sandra María átti líka tvær stoðsendingar, Hulda Ósk eina og Hulda Björg eina.
  • 4 - Fjórar spiluðu allar 300 mínúturnar (ásamt viðbótartímum) í leikjunum þremur (90+90+120): Agnes Birta Stefánsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Shelby Money.
  • - Átta leikmenn komu við sögu í öllum þremur bikarleikjunum: Agnes Birta Stefánsdóttir, Bryndís Eiríksdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Sandra María Jessen, Shelby Money og Sonja Björg Sigurðardóttir. 
  • 22 - Alls komu 22 leikmenn við sögu (byrjuðu leiki eða komu inn sem varamenn) í leikjum liðsins í bikarkeppninni þetta árið. Tvær til viðbótar voru í leikmannahópnum án þess að koma við sögu í leikjunum. Auk þeirra voru tvær sem voru varamenn í einum eða fleiri leikjum án þess að koma við sögu. Harpa Jóhannsdóttir var varamarkvörður í öllum þremur leikjunum og Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir varamaður í einum leik.
  • 68 - Á rúmri níu og hálfri viku, eða 68 dögum, hefur liðið spilað samtals 13 leiki í Mjólkurbikarnum og Bestu deildinni og hafa þær Hulda Björg, Hulda Ósk, Margrét og Sandra María verið með í öllum leikjunum, næstum alltaf í byrjunarliðinu og oftast spilað 90 mínútur. Inn í þetta tímabil kom svo landsleikjahlé í byrjun júní, en þar spilaði Sandra María tvo leiki að auki. 
  • 280 - Hulda Ósk Jónsdóttir lék sinn 280. meistaraflokksleik í mótum á vegum KSÍ í leiknum í gær.